Gámar fyrir almennt heimilissorp og flöskur eru staðsettir við innkeyrsluna við Hraunborgir, en fyrir allan annan úrgang eða rusl þá er gámastöð á Seyðishólum.
Opnunartíma og leiðarvísi má sjá hér fyrir neðan:
Leiðarvísir að gámastöðinni í Seyðishólum:
Mold og Molta
Sumarbústaðaeigendum býðst frí mold og molta fyrir garðinn sinn, en hún er staðsett í enda aðalvegar Hraunborga, þ.e.a.s. aðalvegurinn er keyrður út á enda og beygt til hægri.
Rotþró
Rotþrær í Grímsnes- og Grafningshreppi eru tæmdar á 3ja ára fresti, en tæming rotþróa í Hraunborgum verður sumarið 2020 og eru tæmingar gerðar skv. kröfum Heilbrigðiseftirlits Suðurlands og Umhverfisstofnunar.
Vinsamlega athugið: Rotþrær verða að vera aðgengilegar fyrir losunaraðila, ef það er mikill gróður þá er gott að merkja staðsetninguna með stöng eða flaggi. Þannig getur losunaraðili gengið til verks þó að enginn sé heima við. Gæta þarf þess að losunaraðili komi ekki að lokuðu hliði. Gæta þarf þess að fjarlægð frá bíl að rotþró sé ekki lengri en 60 metrar. Vinsamlega athugið að hvorki er hægt að segja til um hvenær losunaraðili tæmir né óska eftir ákveðnum losunartíma.
Hægt er að sjá hvenær rotþróin hjá þér var síðast tæmd með því að fara inn á http://www.map.is/sudurland/ skrifa heimilisfang eignar í gluggann uppi í vinstra horninu þar sem stendur; leita í korti. Síðan þarf að haka við fráveita í valglugga hægra megin og þá kemur upp punktur þar sem rotþróin er staðsett og ef ýtt er á punktinn þá koma upp upplýsingar um númer rotþróar og hvenær hún var síðust losuð.
Ef það er eru þrjú ár síðan rotþróin var tæmd og þú ert ekki staðsett/ur á svæði sem á að losa sendu þá tölvupóst á [email protected] með upplýsingum um heimilisfang eignar og erindi.
Ef það er minna en þrjú ár síðan að rotþróin var tæmd og vandamál eru til staðar, þá er best að hafa samband við fagaðila (pípara) til að greina vandann. Hér koma nokkur atriði sem gætu mögulega verið að: Ef langt er síðan að bústaðurinn var notaður, þá getur myndast skán efst og þá er hægt að fara með prik og pota ofan í rotþrónna og þá losnar um. (Mögulegt að eigendur geti gert þetta sjálfir). Siturbeðið er orðið stíflað og það rennur ekki frá þrónni. (Eign hugsanlega staðsett í mýrlendi og það nær ekki að drena í jarðveginn). Rotþróin hefur missigið og hallar að stút inn í þróna. Rotþróin er of lítil miðað við þá umgengni/starfsemi sem er í bústaðnum. (Persónueiningar). Ef fagaðili staðfestir að ekkert sé að rotþró og þar þurfi eingöngu að tæma hana sendið þá póst með staðfestingu fagaðila á [email protected] og óskið eftir aukalosun. Vinsamlega tilgreinið heimilisfang eignar og erindi.
Aukalosun kostar kr. 45.000,- sem hægt er að losa samhliða annarri losun. Aukalosun sér ferð kostar kr. 110.000,-
Fróðleikur: en rotþró er við hvert hús eða hús tengd skólpkerfi sem svo tengist við hreinsistöð sem safnar seyrunni. Sorpið sem fer í klósettið fer sömu leið og safnast þar saman og fer síðan beina leið í skólphreinsibílana sem safna seyrunni saman. Þessi sveitarfélög hafa sameinast um að nýta seyruna til uppgræðslu. Eftir að rotþrærnar eru tæmdar er farið er með seyruna sem safnast á Saurbæ á Flúðum þar sem seyran er unnin sem áburður með kalkíblöndun. Áburðurinn er svo nýttur við uppgræðslu í samvinnu við Landgræðslu Ríkisins sem leggur til afgirtan afrétt þar sem áburðinum er dreift.
Vandinn við þetta er allt sorpið sem berst með og sérstaklega blautþurrkurnar, sem notaðar eru til þrifa og ýmissa annarra verka.
Aðeins næst að hreinsa hluta af þessu rusli frá seyrunni og fer því hluti af ruslinu alla leið í gegn. Vegna þessa má líkja því að henda sorpi í klósettið, í þessum sveitarfélögum, við það að henda því á víðavangi. Við biðlum því til ykkar að henda engu sorpi í klósettið en vera þess í stað með litla ruslatunnu við klósettið sem tekur við sorpinu.
Vefmyndavélar
Veður og færð á vegaköflum má sjá í eftirfarandi vefmyndavélum með því að smella á viðkomandi link:
Hægt er að fá lóðir til leigu undir orlofshús á svæði Hraunborga, en frekari upplýsingar um lóðirnar er hægt að fá á skrifstofu Sjómannadagsráðs á virkum dögum frá kl. 8-16 í síma 585 9300 og e-mail [email protected]. Nánari upplýsingar má einnig sjá á heimasíðu Sjómannadagsráðs hér: https://sjomannadagsrad.is/hraunborgir/sumarbustadalodir-til-leigu/
En hér fyrir neðan er að finna skipulagsuppdrætti af lóðunum: