Hraun, félag sumarhúsaeigenda í hraunborgum
  • Forsíða
  • Fréttir
  • Lava Village
  • Golf
  • Hlið
  • Eigendaskipti
  • Upplýsingar
  • Facebook

Fréttir

29 nóvember 2020

Ársrsreikningur og skýrsla fyrir árið 2019:

  1. Ársreikningurinn fyrir árið 2019 hefur verið samþykktur af skoðunarmönnum félagsins eða Guðjóni Stefánssyni og Haraldri Guðjónssyni úr Asparvík, en hann má finna fyrir neðan skýrsluna.

  2. Heimasíða fyrir Hraunborgara eða www.hraunborgarar.is var smíðuð og sett í loftið, en Jóhannes gjaldkeri smíðaði hana frítt fyrir félagið og er því kostnaðurinn við hana eingöngu lénið og hýsingin. Heimasíðan hefur bætt til muna upplýsingaflæðið fyrir eigendur sem og skráningar á nýjum eigendum sumarhúsa og skráningar á hliðið fyrir Hraunborgara.

  3. Hliðið hefur verið að bila mikið ásamt því lentum við í tjóni, en rekstarkostnaður (viðhald, securitas, sýn) þess var 703.696 kr. á árinu 2019 og meira en tvöfaldaðist milli ára. Stjórnin sótti um bætur frá Vís vegna tjóns og greiddi tryggingarfélagið 123.323 kr. að frádreginni sjálfsábyrgð upp í ofangreindan kostnað.

  4. Snjómokstur var fjórum sinnum í janúar og febrúar og kostaði hann samtals 325.800 kr., en mokað var næst 9 og 10 desember eftir óveðrið mikla og kom nótan fyrir þeirri vinnu ekki fyrr en á árinu 2020 og því er sá kostnaður ekki inn í ársreikning félagsins fyrir árið 2019, en sá kostnaður var 334.800 kr. og er því heildarkostnaðurinn fyrir árið 660.600 kr.

    Snjómoksturinn á árinu 2020 hefur kostað 426.120 kr. hingað til, en eins og allir vita þá var veturinn mjög þungur og erfiður. Stjórn Hrauns sótti jafnframt um styrk til bæði Sjómannadagsráðs og GOGG vegna kostnaðar við snjómoksturs en var hafnað. GOGG hefur hins vegar látið moka árlega um páska ef þörf er á og var það gert og greitt af þeim núna í ár.


  5. Gróðursetningardagurinn var haldinn 15 júní og voru gróðursettar 45 Aspir við Golfvöllinn og var mæting góð.

  6. Hittingur Hraunborgara um verslunarmannahelgina var haldinn í þjónustumiðstöðinni, þar sem boðið var upp á grillaðar pylsur, gos og djús, en metþáttaka var og frábært að sjá svona marga komna saman á árlega hittinginn okkar. Sérstakar þakkir fá Halli og Drífa fyrir að taka á móti okkur og bjóða upp á þessa glæsilegu aðstöðu, grillin o.s.frv.

  7. Golfklúbbur Hraunborga var styrktur um 150.000 kr. á árinu, en mikil uppbygging hefur verið á vellinum og í því félagsstarfi og hefur klúbburinn náð að koma vellinum í frábært stand með mikilli hjálp golfara, einstaklinga, Hrauns, fyrirtækja o.s.frv., en metaðsókn var á völlinn núna í ár (2020).

  8. Frábær uppbygging á þjónstumiðstöðinni (tjaldsvæði, aparóla, útisvæði, viðburðir, þjónusta o.s.frv.) og golfvellinum hefur jafnframt gert Hraunborgir mjög vinsælar og hefur fasteignaverð hækkað samhliða því.

  9. Aðalfundur fyrir árið 2019 verður haldinn við fyrsta tækifæri á nýju ári ásamt aðalfundi fyrir árið 2020 sökum Covid-19 eins og lög leyfa.

  10. Árgjaldið fyrir árið 2020 verður óbreytt eða 5.000 kr. auk 300 kr. seðilgjalds, þar sem aðalfundurinn hefur ekki verið haldinn og verða gjöldin send í heimabankann í dag.

Í lokin viljum við þakka Einari og Þóru fyrir ómælda aðstoð með hliðið, snjómoksturinn o.s.frv.

Kv. Stjórn Hrauns
forsíða.pdf
File Size: 41 kb
File Type: pdf
Download File

rekstrarreikningur.pdf
File Size: 195 kb
File Type: pdf
Download File

eignir.pdf
File Size: 11 kb
File Type: pdf
Download File

eigið_fé_og_skuldir.pdf
File Size: 180 kb
File Type: pdf
Download File


26 október 2020

Aðalfundur Hrauns - FUNDURINN FRESTAST VEGNA COVID 19 OG ÓÁKVEÐINN TÍMA.

ATH VEL:

Í ljósi þess að aðstæður eru alvarlegar vegna Covid 19 og að Félagsmálaráðuneytið leggur til að fresta aðalfundum frekar, þá verður aðalfundinum hjá Hraun frestað um óákveðin tíma, sjá nánar hér:

https://www.stjornarradid.is/.../Frekari-frestun.../

Við mun hins vegar setja inn á heimasíðuna okkar í nóvember skýrslu stjórnar, ársreikning félagsins og innheimta óbreytt félagsgjöld fyrir árið 2020.

Eitt framboð til stjórnar hefur borist félaginu, en það er Guðmar Guðmundsson í Skipasundi 1a og hvetjum við félagsmenn áfram til að bjóða sig fram.

Kv. Stjórn Hrauns

14 september 2020

Aðalfundur Hrauns verður haldinn þriðjudaginn, 27. október 2020 í sal ÍSÍ, Íþróttamiðstöðinni í Laugardal (við hliðina á Laugardalshöll) að Engjavegi 6 (2. Hæð), klukkan 20.00.

Viltu bjóða þig fram í stjórn Hrauns, en óskað er eftir framboðum félagsmanna til stjórnarsetu. Nú þegar liggur fyrir að gjaldkeri, formaður og ritari bjóða sig ekki fram til áframhaldandi starfa.

Framboð tilkynnist á netfangið hraunborgarar@hraunborgarar.is fyrir föstudaginn 25. september.

Dagskrá:

1. Kosning fundarstjóra og fundarritara.
2. Skýrsla stjórnar.
3. Ársreikningur lagður fram.
4. Kosning stjórnarmanna og skoðunarmanna.
5. Kaffihlé.
6. Ákvörðun um félagsgjald.
7. Ákvörðun um gjald vegna snjómoksturs og hliðs.
8. Önnur mál.

Fundurinn er með þeim fyrirvara að sóttvarnarreglur á þeim tíma leyfi það, en annars verður fundinum streymt t.d. á facebook, en við vonum að allt gangi upp miðað við 1 metra regluna.

Fundarboðið er sett fram á heimasíðu félagsins, www.hraunborgarar.is, facebook síðu félagsins og einnig er sendur tölvupóstur á alla þá félagsmenn sem eru með skráðan tölvupóst hjá félaginu.

Hlökkum til að sjá ykkur.

Reykjavík 14 september 2020

Stjórn Hrauns

28 ágúst 2020

Hliðið mun loka núna á sunnudaginn, en við viljum benda þeim á sem eiga eftir að skrá sig á hliðið að gera það í gegnum heimasíðuna okkar "undir hlið", en þar er form sem fylla á út fyrir skráningu á hliðið. Áriðandi er hins vegar að setja inn allar umbeðnar upplýsingar til að hægt sé að ganga frá umsókninni til Securitas.

Til þeirra sem eru nýjir eigendur af sumarhúsum í Hraunborgum, þá þarf hins vegar fyrst að fylla út formið yfir eigendaskipti á heimasíðunni til að aðgangur fáist að hliðinu og þar er jafnframt áriðandi að allar umbeðnar upplýsingar séu skráðar inn.

Fyrir nýja eigendur sumarhúsa þá óskum við ykkur velkomin í Hraunborgir, en talsvert hefur verið um eigendaskipti að undanförnu og bendum við jafnframt á heimasíðuna okkar fyrir almennar upplýsingar sem og facebook síðuna, Hraun - Félag sumarhúsaeigenda.


Bestu kveðjur, Stjórn Hrauns

27 júní 2020

Gróðursetningardagurinn var haldinn á golfvellinum í Hraunborgum annað árið í röð, en 39 stk af stórum Öspum voru gróðursettar. Höfum við þar með sett niður 89 Aspir á þessum tveimur árum og ná þær frá 9 brautinni og alveg inn á 7 braut og munu mynda frábæran skjólvegg í framtíðinni, ásamt því að vera falleg sýn þegar keyrt er inn í Hraunborgir.

​Mætingin var góð eins og í fyrra og þökkum við kærlega fyrir daginn, en myndir af þessum flotta degi má sjá hér:

9 maí 2020

Golfklúbbur Hraunborga opnar föstudaginn 15 maí, en upplýsingar um völlinn, verðskrá o.fl. má finna hér: www.gkh.is

Bestu kveðjur, Stjórn Hrauns

8 maí 2020

Nýjir gámar komu í dag og nú hvetjum við alla til að flokka :-)

Ef rusl á ekki heima í viðkomandi gámum þá ítrekum við að gámastöðin á Seyðishólum er rétt hjá.

Bestu kveðjur, Stjórn Hrauns
Picture

5 ágúst 2019

Takk æðislega fyrir komuna á hitting Hrauns á laugardaginn og frábært að sjá yfir 200 manns mæta og hafa gaman saman.
​
Vonum að allir hafi notið sín og fengið sér pylsu og með því, en yfir 300 pylsur voru grillaðar í hittingnum :-)

Við þökkum Drífu og Halla rosalega vel fyrir aðstöðuna og samstarfið á þessum flotta degi og auðvitað hvetjum við Hraunborgara að halda áfram að nýta sér þeirra frábæru þjónustu og veitingar :-)

​Hlökkum til að sjá ykkur aftur að ári.


Bestu kveðjur, Stjórn Hrauns​


29 júlí 2019

Hittingur Sumarbústaeigenda í þjónustumiðstöðinni um verslunarmannahelgina...

Árlegur hittingur sumarbústaðaeigenda í Hraunborgum verður laugardaginn 3 ágúst milli kl. 16.00 - 17.30 og ætlum við að breyta til og hittast á pallinum í þjónustumiðstöðinni, en Halli og Drífa eru svo yndisleg að bjóða okkur velkomin og leyfa okkur að grilla og hafa gaman á pallinum, leiksvæðinu, aparólunni o.s.frv. :-)

Hraun, félagið okkar mun bjóða upp á fríar pylsur, gos og safa fyrir alla sem mæta og svo er auðvitað Þorpbarinn opinn þar sem bjór og vín er á frábæru verði.

Golfklúbbur Hraunborga mun veita verðlaun á hittingnum fyrir meistaramótið sem fer sama dag á golfvellinum.

Sumarið er búið að vera frábært og mikið líf í Hraunborgum, sem er frábært og því hlökkum við til að sjá sem allra flesta á laugardaginn í grill og gleði :-)

Kveðja, Stjórn Hrauns
​

27 júlí 2019

Félagsgjaldið fyrir sumarbústaðaeigendur í Hraunborgum er óbreytt milli ára eða 5.000 kr. og 300 kr. seðilgjald sem gerir samtals 5.300 kr. pr/bústað.

Krafa hefur verið stofnuð í heimabankanum með eindaga 15 ágúst 2019.

Ef eigendaskipti hafa orðið á sumarbústað og breyta þarf kennitölu greiðanda, endilega fyllið þá út formið hér: 
http://www.hraunborgarar.is/eigendaskipti.html​

25 júlí 2019

Nú er komið að næsta golfmóti hjá Golfklúbb Hraunborga eða Meistaramótinu á laugardeginum um verslunarmannahelgina og spilað er með forgjöf, sjá nánar hér:

Meistaramót Hraunborga verður haldið laugardaginn 3 ágúst 2019 kl. 11.00 og spilaðir verða tveir hringir eða 18 holur til forgjafar.

Skráning fer fram á heimasíðu GKH eða www.gkh.is/moacutet.html og er mótsgjaldið 1.500 kr., sem millifæra á inn á reikning: 111-26-70091, kt. 700913-0230, en frestur til skráningar er til kl. 20.00 föstudaginn 2 ágúst.

Glæsileg verðlaun eru fyrir efstu 3.sætin, en verðlaunaafhendingin verður í þjónustumiðstöðinni að móti loknu.

Frábær þátttaka var í síðasta móti og hlökkum við því til að sjá sem flesta, en allir þeir sem eru félagar í Golfklúbbi Hraunborga hafa þátttökurétt á mótinu, en hægt er að velja um að greiða 3.000 kr. árgjald í klúbbinn án spilaréttar eða einstaklings- eða para/hjónagjald eins og sjá má á heimasíðu golfklúbbsins, www.gkh.is
​

1 júlí 2019

Golfklúbbur Hraunborga ætlar að halda tvö mót fyrir félagsmenn í sumar, þ.e.a.s. Texas Scramble og Meistaramót Hraunborga.

Texas Scramble (tveir í liði) verður haldið núna á laugardaginn 6 júlí 2019 og fer skráning fram á heimasíðu GKH (www.gkh.is), en mótsgjaldið er 1.500 kr. pr/mann, sem millifæra á inn á reikning: 111-26-70091, kt. 700913-0230.

Verðlaun eru fyrir efstu 3 sætin og verður verðlaunaafhending í þjónustumiðstöðinni að móti loknu.

​Allir þeir sem eru félagar í Golfklúbbi Hraunborga hafa þátttökurétt á mótinu, en hægt er að velja um að greiða 3.000 kr. árgjald í klúbbinn án spilaréttar, einstaklings- eða para/hjónagjald eins og sjá má á heimasíðu golfklúbbsins.

​Vonandi mæta sem flestir á laugardaginn, en skráningu lýkur á föstudagskvöld kl. 20.00 ​

28 júní 2019

Þjónustumiðstöðin (Lava Village) hefur sett upp aparólu fyrir krakkanna á leiksvæðinu, sjá nánar hér: https://www.facebook.com/lavavillage/videos/392790184672916/

18 júní 2019

Í fyrsta skipti á Íslandi heldur þjónustumiðstöðin Miðsumarhàtíð á Íslandi af sænskum sið! Allir eiga að koma með teppi og körfur því þau verða með “picnic” útum allt svæðið! Einnig er skylda að mæta með hljóðfæri ef þú átt og kannt á slíkt🤩 Tónlist útum allt, langborð þar sem allir grilla saman, blómakransar á litlu hausunum, geggjuð veðurspá og allir í stuði💐 Litlir markaðir hér og þar þessi hátíð snýst mikið um að allir taki þátt saman! Mundu að melda þig á eventin og láta alla uppáhalds vini þína vita, sjá nánar á www.lavavillage.is 🙂

15 júní 2019

Kvennahlaup ÍSÍ 2019 var haldið í Hraunborgum, en þátttakendur voru um 130 og auðvitað var blíðskaparveður í sveitinni, en myndir frá þessum flotta degi má sjá hér:

8 júní 2019

Gróðursetningardagurinn var haldinn á golfvellinum í Hraunborgum, en þar voru 50 stk af Öspum gróðursettar. Mæting var góð eins og sjá má á myndum frá þessum flotta degi:

Hraun, félag sumarbústaðaeigenda í Hraunborgum / Kennitala: 560589-1669 / Netfang: hraunborgarar@hraunborgarar.is
Powered by Create your own unique website with customizable templates.
  • Forsíða
  • Fréttir
  • Lava Village
  • Golf
  • Hlið
  • Eigendaskipti
  • Upplýsingar
  • Facebook