Öryggishliðið inn í Hraunborgir er opið yfir sumartímann eða þegar þjónustumiðstöðin og golfvöllurinn er opinn.
Yfir vetrartímann er hliðið virkt og háð fjarstýringu eða símaopnun fyrir eigendur og leigjendur, en ósk um aðgang að hliðinu má finna hér fyrir neðan:
Aðgangur
Securitas hefur umsjón með hliðinu, en stjórn Hrauns sendir inn tilkynningar til þeirra samkvæmt ósk um aðgang að hliðinu hér fyrir ofan, en áriðandi er að fylla út formið með öllum upplýsingum sem óskað er eftir til að aðgangur sé samþykktur. Sé um að ræða eigandaskipi þá þarf fyrst að fylla út formið um eigendaskipti hér á síðunni og þá er áriðandi að seljendur komi jafnframt fram.
Securitas rukkar fyrir skráningar samkvæmt sinni gjaldskrá, en ef óskað er eftir hvað skráningin kostar þá bendum við fólki á að hafa samband við Securitas til að kynna sér verðið. Þegar símanúmer hefur verið skráð á hliðið, þá þarf einfaldlega að hringja í símanúmerið 615 5045 til að opna það, en þegar keyrt er út þá opnast hliðið sjálfkrafa.
Fjarstýringar
Áltak selur fjarstýringar að hliðinu, en til að geta keypt þær hjá þeim þá verður viðkomandi aðili að vera skráður eigandi að sumarbústað í Hraunborgum. Ef skráningu er ábótavant endilega sendið upplýsingar um eigendur í gegnum eigendaskipti.
Bilun á hliði
Bilanir á hliðinu tilkynnist á netfangið [email protected], en ef það er áriðandi hringið þá í Guðmar í s: 777 4455.